„Sjúk menning innan bankageirans"

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Camilla Hersom, formaður dönsku neytendasamtakanna, gagnrýnir harðlega bankamenningu samfélagsins og biður stjórnmálamenn að grípa í taumana. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Hersom segir upplýsingar um sölu bankanna á áhættufjármagni til almennings hneykslanlegar. Þá segir hún fjölmörg dæmi þess að fulltrúar bankanna hafi talið almenning á að taka þátt í áhættufjárfestingum án þess að fólki væri gerð almennileg grein fyrir því hversu áhættusamt það væri.

„Það hlýtur að hafa verið sjúk menning innan bankageirans, það hefur verið magnaður upp fáránlegur andi, þar sem venjulegir viðskiptavinir hafa keypt afurðir sem þeir þekktu ekki, af bankastarfsmönnum sem vissu ekki hvað þeir voru að selja,” segir hún. „Fólk þarf að vita að það tekur áhættu þegar það tekur þátt í áhættufjárfestingum.”

Camilla Hersom segir lausnina liggja hjá stjórnmálamönnum sem þurfi að setja hertar reglur og hjá eftirlitsstofnunum sem þurfi að fylgjast með því að þeim sé framfylgt. Þá þurfi að auka rétt viðskiptavina til skaðabóta þegar á þeim er brotið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert