Tugir þúsunda gyðinga tóku í morgun þátt í athöfn sem fram fer á tuttugu og átta ára fresti en við athöfnina er farið með bæn og sólin blessuð við sólarupprás. Það gefur athöfninni aukna merkingu nú að páskahátíð gyðinga hefst við sólarlag.
Fólkið, sem flest var vafið í bænasjöl að hætti trúaðra gyðinga, safnaðist saman við Grátmúrinn í Gömlu borginni í Jerúsalem og á hæðum í nágrenni hennar til að verða vitni að því er sólin reis upp fyrir Jerúsalem.