Yfir 250 fundist látin

Hús hrundu víða í jarðskjálftanum á Ítalíu, aðfararnótt mánudag. Hann …
Hús hrundu víða í jarðskjálftanum á Ítalíu, aðfararnótt mánudag. Hann mældist um 6,2 á richter-kvarða. Chris Helgren

Tala lát­inna í jarðaskjálft­an­um á Ítal­íu er nú kom­in i 250. Harðir eft­ir­skjálft­ar gerðu usla á ham­fara­svæðum í gær og í nótt. Al­manna­varn­ir á Ítal­íu segja að leit í rúst­un­um verði haldið áfram að full­um krafti þó von­in um að finna fólk á lífi minnki með hverri klukku­stund.

Stúlka fannst á lífi í rúst­um í bæn­um L'Aquila, 42 klukku­stund­um eft­ir jarðskjálft­ann mikla í fyrrinótt. Í gær var 98 ára gam­alli konu bjargað úr rúst­um heim­il­is síns þar sem hún hafði legið í 30 klukku­stund­ir.

Litl­ar lík­ur eru þó á því að marg­ir finn­ist á lífi í rúst­un­um. Vinnu­vél­ar eru byrjaðar að rífa niður hús sem skemmd­ust í nátt­úru­ham­förun­um og eru tal­in geta hrunið í eft­ir­skjálft­um. Stærsti eft­ir­skjálft­inn í dag mæld­ist um 5,5 stig á Richterskv­arða og var álit­inn stefna lífi björg­un­ar­manna í hús­a­rúst­un­um í hættu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert