Aukagjald á vatnið?

Til skoðunar er að leggja sérstakt aukagjald á vatn á Flórída vegna mikils vatnsskorts í ríkinu.

Útlit er fyrir að ástandið versni, en á vefsíðu jarðfræðistofnunarinnar US Geological Survey segir að líkur séu á mjög alvarlegum þurrkum í suðvestur- og miðhluta ríkisins á næstu vikum.

Íbúðabyggðin í kringum Tampaflóa er dæmi um áhrif þurrkanna en þar hefur 57 milljarða lítra vatnsból svæðisins þegar þornað upp.

Þrátt fyrir að vatnshreinsistöð svæðisins sé starfrækt á fullum afköstum dugar það ekki til og hafa yfirvöld gripið til þess örþrifaráðs að dæla vatni upp úr jörðinni, þótt vitað sé að það kunni að skaða lífríkið.

Yfirvöld hafa jafnframt reynt að draga stórlega úr vatnsnotkun með því að leggja kvaðir við vökvun garða og bann við bílþvotti og þvotti með háþrýstibúnaði.

Því má leiða líkur að því að íbúar svæðisins muni leggja hart að yfirvöldum að draga úr vatnsnotkun efnafólks, en samkvæmt úttekt dagblaðsins St. Petersburg Times notuðu a.m.k. 35 heimili yfir 3,8 milljónir lítra af vatni í fyrra. Sundlaugar og vatnsfrekir golfvellir vega þar þungt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert