Obama kaupir 17.600 bíla

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að fyrir 1. júní ætli bandarísk stjórnvöld að kaupa 17.600 vistvæna bíla af bandarískum bílaframleiðendum.

Obama hefur áður lýst því yfir, að hann vilji stuðla að því að bandarískur bílaiðnaður haldist sterkur. Bílarnir verða keyptir af General Motors, Chrysler og Ford.

Bandarísku ráðuneytin munu fá bílana til afnota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert