Atvinnuleysi hjá OECD ríkjunum mældist 7,3 prósent í mars á þessu ári en á sama tíma í fyrra mældist það 5,6 prósent. Í febrúar á þessu ári mældist atvinnuleysi 7 prósent. Á evrusvæðinu var atvinnuleysi um 8,5 prósent en það mældist 7,2 prósent á sama tíma í fyrra.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 8,5 prósent í mars en það mældist 8,1 prósent í febrúar. Fyrir ári síðan var atvinnuleysi í Bandaríkjunum 5,2 prósent.
Í Japan mældist atvinnuleysi 4,4 prósent, á Ítalíu 6,9 prósent, Frakklandi 8,6 prósent og Bretlandi 6,4 prósent, samkvæmt tilkynningu frá OECD.
Atvinnuleysi hefur aukist hratt að undanförnu í öllum heimshlutum samhliða versnandi efnahagsástandi.