Samdráttur 5. mánuðinn í röð

Útflutningur hefur dregist saman fimm mánuði í röð, samanborið við …
Útflutningur hefur dregist saman fimm mánuði í röð, samanborið við sama mánuð ári áður. Reuters

Útflutn­ing­ur frá Kína var 17,1 pró­sent minni á þessu ári miðað við í fyrra sam­kvæmt töl­um sem stjórn­völd í Kína birtu í dag. Þrátt fyr­ir skarpa lækk­un milli ára þá er hún ekki eins mik­il og mæld­ist í fe­brú­ar en þá dróst út­flutn­ing­ur sam­an um rúm­lega 25 pró­sent.

Lækk­un á út­flutn­ingi er fyrst og fremst rak­in til heimskrepp­unn­ar. Um­svif í kín­versk­um efna­hag, sem hafa verið gríðarleg und­an­far­in ár, hafa dreg­ist skarp­lega eft­ir því sem heimskrepp­an hef­ur dýpkað.

Grein­end­ur, sem AFP-frétta­stof­an ræddi við, segja bata­merki far­in að sjást á kín­versk­um efna­hag eft­ir skarpa dýfu und­an­farna mánuði. Útflutn­ings­tekj­ur hafa minnkað um rúm­lega 18 pró­sent að meðaltali und­an­farna fimm mánuði.

Stjórn­völd í Kína hafa þegar til­kynnt um að þau ætli að setja um 500 millj­arða doll­ara inn í kín­verska hag­kerfið til að liðka fyr­ir fjár­mögn­un en líkt og ann­ars staðar í heim­in­um, hef­ur aðgang­ur að fjár­magni verið lít­ill eft­ir að lána­markaður banka féll næst­um al­veg sam­an á haust­mánuðum í fyrra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert