Þrjátíu krossfestir á Filippseyjum

Frá krossfestingarathöfninni í Cutud í morgun
Frá krossfestingarathöfninni í Cutud í morgun Reuters

Þrjátíu karlar og konur létu krossfesta sig á Fiilippseyjum í dag. Ástralinn John Michael, sem er 33 ára frá Melbourne,  var krossfestur ásamt tveimur körlum og einni konu í Kapitangan í nágrenni Manila en 25 til viðbótar voru krossfestir í bænum Cutud norður af höfuðborginni.

Hann mun hafa veri með hárkolli við athöfnina til að líkjast sem mest trúarmyndum af Kristi. Menn klæddir að sið rómverskra hermanna tóku einnig þátt í athöfninni.

Hann bar sjálfur kross sinn að krossfestingarstaðnum þar sem hann var festur á hann með nöglum. Hann hékk á krossinum í um fimm mínútur og var að því loknu fluttur á sjúkrahús.

Michael hefur ekki viljað tjá sig um ástæðu þess að hann tók þátt í athöfninni en það er yfirleitt gert til að bæta fyrir syndir, í von um himnesk verðlaun eða til að þakka einstakt lán.

John Michael ber kross sinn að krossfestingarstaðnum.
John Michael ber kross sinn að krossfestingarstaðnum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert