Þrjátíu krossfestir á Filippseyjum

Frá krossfestingarathöfninni í Cutud í morgun
Frá krossfestingarathöfninni í Cutud í morgun Reuters

Þrjá­tíu karl­ar og kon­ur létu kross­festa sig á Fiil­ipps­eyj­um í dag. Ástr­al­inn John Michael, sem er 33 ára frá Mel­bour­ne,  var kross­fest­ur ásamt tveim­ur körl­um og einni konu í Kapi­tang­an í ná­grenni Manila en 25 til viðbót­ar voru kross­fest­ir í bæn­um Cutud norður af höfuðborg­inni.

Hann mun hafa veri með hár­kolli við at­höfn­ina til að líkj­ast sem mest trú­ar­mynd­um af Kristi. Menn klædd­ir að sið róm­verskra her­manna tóku einnig þátt í at­höfn­inni.

Hann bar sjálf­ur kross sinn að kross­fest­ing­arstaðnum þar sem hann var fest­ur á hann með nögl­um. Hann hékk á kross­in­um í um fimm mín­út­ur og var að því loknu flutt­ur á sjúkra­hús.

Michael hef­ur ekki viljað tjá sig um ástæðu þess að hann tók þátt í at­höfn­inni en það er yf­ir­leitt gert til að bæta fyr­ir synd­ir, í von um him­nesk verðlaun eða til að þakka ein­stakt lán.

John Michael ber kross sinn að krossfestingarstaðnum.
John Michael ber kross sinn að kross­fest­ing­arstaðnum. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert