Aðstoðarmaður Browns segir af sér

Gordon Brown.
Gordon Brown. Reuters

Einn af helstu aðstoðarmönnum Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér en í ljós kom að hann hafði sent óviðeigandi og „barnalega" tölvupósta úr netfangi sínu á forsætisráðherraskrifstofunni.

Damian McBride viðurkenndi að hafa sent  Derek Draper, sem heldur úti pólitískum bloggvef, hugmyndir um níðgreinar um Íhaldsflokkinn. Talsmaður forsætisráðherraskrifstofunnar segir, að að það sé afstaða forsætisráðherrans að svona háttalag eigi ekki heima í stjórnmálum.

Málið komst upp þegar annar pólitískur bloggari, Guido Fawkes, komst yfir tölvupóstana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert