Dráttarbáti rænt á Adenflóa

Sjóræningjar rændu í dag bandarískum dráttarbáti á Adenflóa undan strönd Sómalíu. Báturinn er skráður á Ítalíu og flestir í 16 manna áhöfn eru ítalskir. Báturinn var að draga tvo pramma þegar honum var rænt. Segja sérfræðingar að þetta sýni að sjóræningjar á svæðinu verði sífellt áræðnari.

Ekki er talið að neinn um borð hafi sakað. Báturinn,  MV Buccaneer, sendi frá sér neyðarkall en sambandið rofnaði sex mínútum síðar. 

Fyrr í dag reyndu sjóræningjar að ræna 26 þúsund tonna flutningaskipi á Adenflóa en áhöfn skipsins stökkti ræningjunum á flótta með því að beita háþrýstidælum. Talsmaður NATO, sem er um borð í portúgölsku herskipi á flóanum, segir að skotum hafi verið hleypt af og handsprengju var kastað á flutningaskipið en hún sprakk ekki.

Sjóræningjar, sem reyndu að ræða flutningaskipinu Maersk Alabama í vikunni, halda enn skipstjóra skipsins í gíslingu um borð í vélarvana björgunarbáti. Tvö bandarísk herskip fylgjast með sjóræningjunum sem hafa krafðist lausnargjalds.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert