Sammála um ályktun um N-Kóreu

Norður-Kóreumenn söfnuðust saman í vikunni á Kim Il-sung torgi í …
Norður-Kóreumenn söfnuðust saman í vikunni á Kim Il-sung torgi í Pyongyang til að fagna eldflaugaskoti. Reuters

Ríkin fimm, sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, hafa ásamt Japan náð samkomulagi um orðalag ályktunartillögu vegna eldflaugarskots Norður-Kóreumanna um síðustu helgi. Mun öryggisráðið koma saman á mánudag til að ræða málið.

Claude Heller, sendiherra Mexíkó hjá SÞ, sagði að bandaríska sendinefndin hefði lagt tillöguna fram og útlit væri fyrir að samkomulag muni nást um hana.  Mexíkó er nú í forsæti öryggisráðsins.

Í ályktunartillögunni er eldflaugarskot Norður-Kóreu þann 5. apríl fordæmt og hvatt til hertra viðskiptaþvingana gegn landinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert