Benedikt XVI páfi hélt sína árlegu páskapredikun af svölum Péturskirkjunnar í Róm í dag. M.a. ræddi hann um jarðskjálftann nærri Abruzza í sl. viku sem kostaði um 300 manns lífið.
„Gleðilega páska, menn og konur Ítalíu, sérstaklega þeir sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans,“ sagði páfi. Hann sagðist vona að Kristur veitti fólki visku og hugrekki til að halda sameinað áfram og skapa framtíð með von.
Þá hvatti páfi til friðar og sáttar í Miðausturlöndum og Afríku. Sættir væri forsenda öruggrar framtíðar og lífs í sátt og samlyndi. Aðeins væri hægt að skapa sátt með því að leggja sig allan fram við að leysa deilur Ísraela og Palestínumanna.
Þá væru mikil og grimm átök í Afríku sem því miður gleymdust oft. Miklu blóði væri hellt og mörgum lífum tortímt í mörgum ríkjum álfunnar.
Messan fór fram á sex tungumálum, þ.á m. latnesku.