Laumaðist inn á ísbjarnasvæði í dýragarði

Ísbjörn ræðst á konu sem laumaðist inn á svæðið hans …
Ísbjörn ræðst á konu sem laumaðist inn á svæðið hans í dýragarðinum í Berlín. SKY News

Kona var flutt á spítala eftir að ísbjörn réðst á hana í dýragarðinum í Berlín fyrir skömmu. Ekki er vitað hvað konunni gekk til þegar hún klifraði yfir vegg og girðingar til að komast inn á lokað svæði þar sem fjórir ísbirnir hafast við.

Starfsmönnum í dýragarðinum tókst að fæla björninn frá og bera konuna á brott. Hún var flutt á spítala en lögreglan segist enga skýringu hafa fengið á athæfi konunnar. „Konan var mjög kærulaus að hafa laumað sér inn á svæðið,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Berlín. „Rökfræðin segir okkur að svona hegði ísbirnir sér við þessar aðstæður.“

Árásin átti sér stað rétt hjá hinum þekkta ísbirni Knúti sem varð heimsfrægur fyrir tveimur árum þegar móðir hans afneitaði honum. Í desember sl. laumaðist karlmaður inn á lokað svæði Knúts en slapp ómeiddur eftir að starfsmönnum dýragarðsins tókst að beina athygli Knúts annað.

Knútur bregður á leik með Doerflein þjálfara sínum.
Knútur bregður á leik með Doerflein þjálfara sínum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert