Spænskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í 39 ára fangelsi af dómstól á Kanaríeyjum. Maðurinn lamdi bresk hjón til bana með hamri í júlí 2006. Hjónin leigðu manninum íbúð á eyjunni Fuerteventura og réðst Spánverjinn fyrst á konuna þegar hún hugðist rukka leiguna.
Síðar sama dag, þegar maðurinn leitaði að konu sinni, réðist Spánverjinn á manninn og lamdi hann tíu sinnum höggum með hamrinum. Hann reyndi síðar að fela lík hjónanna undir grjóthrúgu.
Verjendur Spánverjans sögðu honum til varnar, að þegar árásirnar voru gerðar hafi maðurinn verið undir áhrifum áfengis og vímuefna.