Dæmdur fyrir manndráp með hamri

Spænsk­ur karl­maður á fimm­tugs­aldri var í dag dæmd­ur í 39 ára fang­elsi af dóm­stól á Kana­ríeyj­um. Maður­inn lamdi bresk hjón til bana með hamri í júlí 2006. Hjón­in leigðu mann­in­um íbúð á eyj­unni Fu­erteventura og réðst Spán­verj­inn fyrst á kon­una þegar hún hugðist rukka leig­una.

Síðar sama dag, þegar maður­inn leitaði að konu sinni, réðist Spán­verj­inn á mann­inn og lamdi hann tíu sinn­um högg­um með hamr­in­um. Hann reyndi síðar að fela lík hjón­anna und­ir grjót­hrúgu.

Verj­end­ur Spán­verj­ans sögðu hon­um til varn­ar, að þegar árás­irn­ar voru gerðar hafi maður­inn verið und­ir áhrif­um áfeng­is og vímu­efna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert