Bandarísk áhöfn flutningaskips sem sómalískir sjóræningjar rændu undan ströndum Sómalíu í síðustu viku hafa hvatt Barack Obama Bandaríkjaforseta til að stöðva sjóræningjana.
Aðstoðarskipstjórinn Shane Murphy vottaði skipstjóranum Richard Philips jafnframt virðingu sína á blaðamannafundi í Kenía.
Philips var bjargað þegar bandarískar leyniskyttur skutu á sjóræningja sem voru með hann í haldi um borð í björgunarbát. Þrír sjóræningjar voru skotnir til bana í aðgerðum sjóhersins, sem Obama fyrirskipaði.
Philips er nú að jafna sig í bandaríska herskipinu USS Boxer eftir þolraunina sem stóð yfir í fimm sólarhringa. Þar verður tekin af honum skýrsla.