Sjóræningjar hóta hefndaraðgerðum

Sómalískir sjóræningjar hóta að hefna fyrir aðgerðir bandaríska sjóhersins í gær, en þá var bandarískum skipstjóra, Richard Phillips, bjargað. Phillips hafði þá verið í haldi sjóræningja frá því á miðvikudag. Forsvarsmaður sjóræningjanna segir að til hefði staðið að sleppa Phillips án lausnargjalds.

Maðurinn, Abdi Garad,  segir að gerður hafi verið samningur við Bandaríkjamenn um að sleppa Phillips, en þrátt fyrir hann hafi verið gripið til aðgerða. Leyniskyttur bandaríska sjóhersins drápu þrjá af fjórum þeirra sem héldu skipstjóranum. Sá fjórði gafst upp.

Garad hét því í samtali við fréttastofuna AFP að elta uppi bandaríska þegna sem fara um svæðið, jafnvel langt út fyrir strendur Sómalíu.

Skipverjar á flutningaskipinu Maersk Alabama fögnuðu ákaft eftir að fréttir bárust af björgun skipstjóra þeirra.


Bandaríska flutningaskipið Maersk Alabama.
Bandaríska flutningaskipið Maersk Alabama. Antony Njuguna
Skipstjórinn Richard Phillips.
Skipstjórinn Richard Phillips. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert