Þýsk kona sem klifraði yfir vegg og girðingar til að komast inn á lokað svæði þar sem fjórir ísbirnir hafast við í dýragarðinum í Berlín ætlaði að binda enda á líf sitt. Konan hefur m.a. glímt við fjárhagslega erfiðleika og t.a.m. var rafmagnið tekið af íbúð hennar í febrúar sl.
Konan var næstum búin að missa íbúð sína árið 2007 þar sem henni hafði ekki tekist að greiða leiguna.
Konan sem enn er á gjörgæsludeild var ein á ferð í dýragarðinum á meðan átta ára dóttir hennar varði páskunum með föður sínum.
Starfsmönnum í dýragarðinum tókst að fæla björninn frá og bera konuna á brott. Árásin átti sér stað rétt hjá hinum þekkta ísbirni Knúti sem varð heimsfrægur fyrir tveimur árum þegar móðir hans afneitaði honum. Hvorki Knútur né móðir hans tóku þátt í árásinni.