Franskir sjómenn loka höfnum í mótmælaskyni

Franskir fiskibátar sjást hér loka siglingunni að höfninni í Calais.
Franskir fiskibátar sjást hér loka siglingunni að höfninni í Calais. Reuters

Franskir sjómenn hafa lokað siglingunni að þremur höfnum við Ermasund með bátum vegna deilu um fiskveiðikvóta. Aðgerðirnar hafa truflað ferjusiglingar og vöruflutninga.

Sjómennirnir hafa stöðvað skip við hafnirnar í Calais, Boulogne og Dunkirk. Enginn hefur mátt koma né fara.

Ferðalangar, sem eru strandaglópar vegna þessara aðgerða, hafa ekki fengið neinar upplýsingar um það hvenær mótmælunum mun ljúka.

Sjómennirnir eru að mótmæla ströngum reglum ESB um fiskveiðikvóta. Stéttarfélög sjómannanna krefjast þess að frönsk stjórnvöld taki afstöðu í málinu með sjómönnunum eða bjóði fram á aukna fjárhagsaðstoð.

Ekki er vitað hvað sjómennirnir muni mótmæla lengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert