Meintur fangavörður nasista handtekinn

John Demjanjuk er sagður hafa átt þátt í dauða um …
John Demjanjuk er sagður hafa átt þátt í dauða um 29.000 manns á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Reuters

Fulltrúar á vegum bandarísku innflytjendastofnunarinnar hafa handtekið 89 ára gamlan karlmann á heimili sínu í Ohio, en maðurinn er sakaður um að hafa framið stríðsglæpi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann verður fluttur úr landi til Þýskalands þar sem réttað verður í máli hans.

John Demjanjuk er sakaður um að hafa átt þátt í dauða 29.000 í Sobibor dauðabúðum nasista í Póllandi, þar sem hann er sagður hafa verið fangavörður, á tímum seinna stríðs.

Fjölskylda Demjanjuk heldur því fram að hann sé of veikburða til að ferðast, en honum var ekið út úr heimili sínum í hjólastól.

Lögmenn Demjanjuk hyggjast áfrýja málinu.

Demjanjuk neitar öllum sakargiftum. Hann heldur því fram að þýskir hermenn hafi handtekið sig í Úkraínu, þaðan sem hann er frá, og haldið honum sem stríðsfanga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert