Myrti par fyrir að leggja í einkastæði

Lögregla sat um hús mannsins í tvo tíma í gær …
Lögregla sat um hús mannsins í tvo tíma í gær áður en hann gafst upp. Reuters

Franskur karlmaður sem var handtekinn í bænum Douchy-les-Mines í Frakklandi í gær eftir að hann skaut ungt par til bana virðist hafa myrt þau fyrir að þau lögðu í bílastæði hans, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Maðurinn, sem er 62 ára að aldri, skaut parið, sem er um tvítugt, til bana fyrir utan hús sitt en parið var á leið í heimsókn til vinafólks í bænum og ætlaði að sýna þeim nýfætt barn sitt.

Byssumaðurinn  hefur átt í illdeilum við nágrannana og á við áfengisvandamál að stríða. Hann hótaði að fremja sjálfsvíg eftir skotárásina en gaf sig fram eftir tveggja tíma umsátur sérsveitar lögreglu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka