Opinber aftaka í Afganistan

Afgani virðir fyrir sér bandarískan hermann á götu í Logar …
Afgani virðir fyrir sér bandarískan hermann á götu í Logar héraði í Afganistan Reuters

Greint hefur verið frá því að talibanar í Afganistan hafi tekið ung par af lífi fyrir að hlaupast að heiman og leggja á ráðin um að ganga í hjónaband gegn vilja fjölskyldna sinna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Karlinn, sem var 21 árs, og konan, sem var 19 ára, voru skotin til bana fyrir framan mosku í Nimroz-héraði í suðvesturhluta landsins í gær. 

Ghulam Dastageer Azad, héraðsstjóri í Nimroz, staðfestir að fólkið hafi verið elt uppi þar sem það freistaði þess að komast til Íran og að það hafi verið tekið af lífi samkvæmt úrskurði þriggja öldunga. 

„Þrír talibanaklerkar fóru með þau að mosku í nágrenninu, lýstu yfir fordæmingu þeirra og að taka bæri þau af lífi. Þau voru skotin á almannafæri fyrir framan mokuna,” segir hann og bætir því við að grunur leiki á að fjölskylda annars þeirra tengist talibönum. 

Talibanar stjórnuðu Afganistan á árunum 1996 til 2001 en voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjamanna og Breta í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum. Þeir hafa á síðustu þremur árum náð að endurheimta yfirráð sín yfir mörgum afskekktum héruðum landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka