Reyna að bjarga kóralrifum

Kóralar eru oft mjög litskrúðugir.
Kóralar eru oft mjög litskrúðugir.

Japanar reyna nú að bjarga frægu kóralrifi í Austur-Kínahafi og er beitt þeirri óvenjulegu aðferð að búa til holur fyrir kórallirfur á stöðum sem dýrin þöktu áður. Vona menn að hægt verði að þróa þannig aðferð til að bjarga rifum sem víða eru í hættu vegna fiskveiða, mengunar og hlýnandi loftslags, að sögn The New York Times.

 Vísindamenn kafa með vatnsþétta bora og gera göt í deyjandi rifið og koma þar fyrir keramikdiskum með hæfilega stórum holum fyrir milljónir af kórallirfum. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að um 90% af kóralrifum við eyna Okinawa voru dauð og vakti málið miklar áhyggjur í Japan.

,,Við höfum gróðursett á ný heila skóga í 4.000 ár en erum rétt að byrja að læra hvernig hægt er að lífga við kóralrif," segir Mineo Okamoto, sjávarlíffræðingur við Tókýóháskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert