Ítalska lögreglan segir að fjórir grímuklæddir ræningjar hafi stolið gulli að verðmæti 10 milljónir evra (um 1,7 milljarðar kr.) frá skartgripafyrirtæki á norðurhluta Ítalíu.
Lögreglan segir að ræningjarnir hafi brotist inn í höfuðstöðvar Coppa Luigi SRL, sem er í smábænum Valenza rétt norður af Genúa, fyrr í dag og stolið um 500 kg af gulli.
Svo virðist sem að þeir hafi komist inn um glugga eftir að forstjóri fyrirtækisins, Pier Giuseppe Ponzano, mætti í vinnuna og aftengdi öryggiskerfið.
Ræningjarnir slógu Ponzano í höfuðið, bundu hann við stól og læstu hann inni á skrifstofu sinni á meðan þeir létu greipar sópa. Að sögn lögreglu er aðeins lítill hluti gullsins tryggt.