Barack Obama Bandaríkjaforseti og Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segja ýmislegt benda til þess að það sé farið að draga úr áhrifum kreppunnar. Þetta taka hins vegar skýrt fram að erfiðleikarnir séu ekki að baki.
Obama talar um vísbendingar um efnhagslegar framfarir og Bernanke talar um að svo virðist sem að samdrátturinn sé ekki eins mikill nú og verið hafi að undanförnu. Vísbendingar séu a.m.k. í þá veru. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.
Þeir taka það hins vegar fram að endurreisnin og uppbyggingin muni taka langan tíma.
Þeir létu ummælin falla, hvor í sínu lagi, eftir að greint hafði verið frá lélegri smásölu fyrir mars-mánuð miðað við janúar og febrúar.
Sérfræðingar höfðu búist við aukinni smásölu í mars, en tölurnar benda til þess að neytendur haldi enn fast um budduna og hugsi vel um hvern dal.