Upprisa Jesú Krists er ekki goðsögn

AP

Bene­dikt XVI. páfi lýsti í morg­un yfir því að frá­sögn­in af upprisu Jesú Krists væri sönn en ekki goðsögn líkt og efa­hyggju­menn reyndu að halda á lofti.

Bene­dikt XVI. páfi ávarpaði þúsund­ir manna á Pét­urs­torg­inu í Róm í morg­un. Hann sagði upprisu Krists eina af grunnstoðum sátt­mála krist­inna manna við Guð. Mik­il­vægt væri að all­ir kristn­ir menn viður­kenndu upprisuna sem raun­veru­leg­an, sögu­leg­an at­b­urð.

Hóp­ur píla­gríma hlýddi á páfa á Pét­urs­torg­inu. Að loknu ávarpi páfa sungu píla­grím­arn­ir af­mæl­is­söng páfa til heiðurs en hann verður 82 ára á morg­un. Páfi breiddi út faðm sinn og brosti til mann­fjöld­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert