Upprisa Jesú Krists er ekki goðsögn

AP

Benedikt XVI. páfi lýsti í morgun yfir því að frásögnin af upprisu Jesú Krists væri sönn en ekki goðsögn líkt og efahyggjumenn reyndu að halda á lofti.

Benedikt XVI. páfi ávarpaði þúsundir manna á Péturstorginu í Róm í morgun. Hann sagði upprisu Krists eina af grunnstoðum sáttmála kristinna manna við Guð. Mikilvægt væri að allir kristnir menn viðurkenndu upprisuna sem raunverulegan, sögulegan atburð.

Hópur pílagríma hlýddi á páfa á Péturstorginu. Að loknu ávarpi páfa sungu pílagrímarnir afmælissöng páfa til heiðurs en hann verður 82 ára á morgun. Páfi breiddi út faðm sinn og brosti til mannfjöldans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka