Rússneskir embættismenn hafa lýst því yfir að áratugalöngum hernaðaraðgerðum Rússa gegn aðskilnaðarsinnum í Tétsníu sé nú formlega lokið. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Þá segja þeir það von rússneskra yfirvalda að yfirlýsingin verði til þess að skapa skilyrði fyrir eðlilegri þróun í héraðinu og í samskiptum íbúa þess við rússnesk yfirvöld Rússar hafa haft mikinn herafla í Tétsníu frá árinu 1994 en tvisvar hafa brotist út umfangsmikil hernaðarátök á því tímabili.
Samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingu rússneska herráðsins gegn hryðjuverkum hefur Ramzan Kadyrov, forseta héraðsins, tekist a koma á stöðugleika í héraðinu en Kadyrov er hliðhollur yfirráðum Rússa í héraðinu.
Mannréttindasamtök segja uppreisn aðskilnaðarsinna hins vegar hafa veri brotna á bak aftur með grófum og viðvarandi mannréttindabrotum gegn íbúum héraðsins sem flestir eru múslímar.