Dregið hefur úr viðskiptum við vændiskonur í Þýskalandi. Niðursveiflunni er kennt um umskiptin.
Vændi er löglegt í Þýskalandi og hafa vændiskonur brugðist við samdrættinum með því að bjóða þjónustu sína á lægra verði en áður.
Í Þýskalandi starfa um 400.000 vændiskonur og er velta vændisiðnaðarins áætluð um 14 milljarðar evra, eða sem svarar 2.350 milljörðum króna á núverandi gengi.
Vændiskonur í Hamburg sem Reuters-fréttastofan ræddi við sögðu viðskiptavini sína nú vilja fá meira fyrir peninginn en áður.