Kúbustefnan hefur mistekist

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Reuters

Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, viður­kenndi í dag að stefna stjórn­valda í Washingt­on gagn­vart Kúbu hefði ekki borið ár­ang­ur en 47 ár eru liðin frá því Banda­ríkja­menn settu viðskipta­bann á eyj­una.

„Við höld­um áfram að leita að upp­byggi­leg­um leiðum fram á við því við lít­um svo á að nú­ver­andi stefna hafi mistek­ist," sagði Cl­int­on á fundi með blaðamönn­um í Dóm­in­íska lýðveld­inu, skömmu áður en fund­ur 34 leiðtoga Am­er­íku­ríkja á Trini­dad og Tobago hófst fyrr í dag.

Kvaðst ut­an­rík­is­ráðherr­ann jafn­framt reiðbú­inn til að skoða al­var­lega til­boð Raul Castro Kúbu­for­seta um viðræður en hann kveðst til­bú­inn til ræða mann­rétt­indi, stöðu ein­stak­linga sem haldið er föngn­um vegna stjórn­mála­skoðanna þeirra og frelsi fjöl­miðla, svo eitt­hvað sé nefnt.

Á sama tíma kvaðst Jose Migu­el Insulza, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka Am­er­íku­ríkja, OAS, myndu fara þess á leit við meðlimi þeirra að Kúbu yrði leyft ganga í þau á ný, 47 árum eft­ir að henni var vikið úr þeim.

Yf­ir­lýs­ing Cl­int­on kem­ur í kjöl­far þess að Banda­ríkja­stjórn samþykkti fyr­ir helgi lög sem greiða fyr­ir heim­sókn­um Kúbverja sem eru bú­sett­ir í Banda­ríkj­un­um til ætt­ingja sinna á Kúbu og pen­inga­send­ing­um þangað.

Áður hafði Barack Obama Banda­ríkja­for­seti sagt það und­ir Kúbu­stjórn komið hver næstu skref yrðu, ásamt því sem hann ít­rekaði að stefn­unni gagn­vart henni yrði ekki breytt á „einni nóttu".

Auk­in áhrif Kín­verja

Mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar frá því viðskipta­bannið var sett á árið 1962 í kjöl­far bylt­ing­ar Fidels Castro, bróðurs nú­ver­andi for­seta.

Kalda stríðinu er lokið og heims­mynd­in mikið breytt frá því sem var þegar Banda­ríkja­stjórn og Sov­ét­rík­in tók­ust á um kjarna­vopn á eyj­unni.

Nefna má að áhrif Kín­verja á Kúbu hafa farið vax­andi sem og víðar í Mið- og Suður-Am­er­íku og kín­versk­ar neyslu­vör­ur, s.s. ör­bylgju­ofn­ar, vegið á móti viðskipta­bann­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert