Lettar á barmi gjaldþrots

Merki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Merki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Stjórn­völd í Lett­landi eiga í mesta basli með að upp­fylla skil­yrði Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS) sem sett voru í tengsl­um við 1.260 millj­arða króna lán sjóðsins og annarra lán­veit­enda, þar með talið ESB, til stjórn­ar­inn­ar um síðustu ára­mót.

Í skýrslu sjóðsins um stöðu lett­neska þjóðarbús­ins, sem sam­in var í fe­brú­ar en birt op­in­ber­lega í gær, seg­ir að það hafi reynst mun meiri áskor­un að mæta þess­um kröf­um en ráðgert var þegar lánið gekk í gegn.

Stjórn­in hef­ur þegar fengið 269 millj­arða króna af lán­inu en fékk hins veg­ar ekki 33,5 millj­arða króna lán af­greitt frá sjóðnum ný­verið með þeim rök­um að hún hefði ekki fylgt áætl­un hans nægj­an­lega vel eft­ir.

Þá gæti póli­tísk­ur óstöðug­leiki sett frek­ara strik í reikn­ing­inn, að mati skýrslu­höf­unda sjóðsins.

Meg­in­kröf­ur sjóðsins er að skorið verði veru­lega niður í rík­is­út­gjöld­um og greindi Ein­ars Rep­se, fjár­málaráðherra lands­ins, frá því í fyrra­dag að flest benti til að stjórn­inni myndi ekki tak­ast að upp­fylla skil­yrði fyr­ir 285 millj­arða króna vænt­an­legu láni frá sjóðnum, nema henni tæk­ist að draga úr út­gjöld­um um 40 pró­sent til viðbót­ar frá fyrri niður­skurði.

Lánið for­senda viðreisn­ar­inn­ar

Vald­is Dom­brovskis, for­sæt­is­ráðherra Lett­lands, hef­ur dregið upp dökka mynd af stöðu þjóðarbús­ins og varað við því að Letta kunni að bíða þjóðar­gjaldþrot fá­ist næsta lán hjá AGS ekki af­greitt í júní nk.

Um­skipt­in eru mik­il fyr­ir Letta sem litu framtíðina björt­um aug­um árin 2006 og 2007 þegar hag­vöxt­ur var 11,9 pró­sent ann­ars veg­ar og 10,2 pró­sent hins veg­ar. Nú er hins veg­ar reiknað með að þjóðarfram­leiðslan drag­ist að óbreyttu sam­an um 13 pró­sent í ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert