Blaðakona dæmd fyrir njósnir

Roxana Saberi.
Roxana Saberi.

Íranskur byltingarréttur hefur dæmt bandarísku blaðakonuna Roxana Saberi í átta ára fangelsi eftir að hafa fundið hana seka um njósnir fyrir Bandaríkjastjórn í Íran.

Ættingi Saberi fullyrðir þetta í samtali við AFP-fréttastofuna en Saberi, sem er 31 árs gömul og með bandarískan og íranskan ríkisborgararétt, hefur verið í haldi í hinu illræmda Evin-fangelsi frá því í janúar.

Þá fullyrðir faðir hennar að hún hafi verið blekkt til að játa gegn því að verða í framhaldinu sleppt úr haldi.

Fóru réttarhöldin yfir henni frammi fyrir luktum dyrum.

Bandaríkjastjórn hefur áhyggjur af réttarhöldunum en lögmaður hennar hefur enn ekki staðfest að áðurgreindur dómur hafi fallið.

Þrátt fyrir tilraunir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að fá írönsk stjórnvöld til að láta Saberi úr haldi hyggst dómurinn framfylgja dómnum af hörku.

Saberi, sem er einnig af japönsku bergi brotinn, hefur starfað fyrir bandarísku útvarpsstöðina National Public Radio (NPR), BBC og sjónvarpsstöðina Fox News.

Hún hefur verið búsétt í Íran í sex ár.

Saberi í vestrænum fatnaði.
Saberi í vestrænum fatnaði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert