Obama og Chávez heilsast

00:00
00:00

Það vakti at­hygli, að þeir Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, og Hugo Chá­vez, for­seti Venesúela, heilsuðust með handa­bandi á fundi Am­er­íku­ríkja, sem nú stend­ur yfir á Trini­dad og Tobago. Chá­vez hef­ur verið afar gagn­rýn­inn á Banda­rík­in á und­an­förn­um árum.

„Þetta tók aðeins  nokkr­ar sek­únd­ur. Þeir sáu hvor ann­an, heilsuðu hvor öðrum þegar verið að var setja fund­inn. Þetta var afar stutt. Chá­vez for­seti heilsaði Obama á spænsku, sem svaraði á ensku," sagði emb­ætt­ismaður frá Venesúela. 

Haft var eft­ir Chá­vez: „Ég heilsaði (Geor­ge W.) Bush með handa­bandi fyr­ir átta árum. Ég vil vera vin­ur þinn." Obama þakkaði Chá­vez, að sögn emb­ætt­is­manns­ins.

Chá­vez hef­ur ít­rekað sagt að Banda­rík­in séu heimsvalda­ríki sem vilji allstaðar drottna. Hann hef­ur þó lýst því yfir að hann beri virðingu fyr­ir Obama en sagði um Bush, að hann væri „ves­al­ings heimsk­ingi." 

Banda­rík­in hafa á móti gagn­rýnt stjórn­völd í Venesúela fyr­ir að hafa tengsl við skæru­liðahreyf­ing­una FARC í Kól­umb­íu og grípa ekki til nægra aðgerða gegn fíkni­efna­dreif­ingu.  

Chá­vez rak í sept­em­ber sendi­herra Banda­ríkj­anna í Caracas úr landi og svaraði Banda­ríkja­stjórn í sömu mynt með því að vísa sendi­herra Venesúela úr landi.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert