Rændu belgísku skipi

Mynd sem dreift hefur af belgíska skipinu Pompei.
Mynd sem dreift hefur af belgíska skipinu Pompei. Reuters

Sjóræningjar láta enn til skarar skríða undan ströndum Austur-Afríku og í dag rændu þeir belgísku skipi. Skipið sendi fyrr í dag frá sér neyðarboð þar sem það var statt á svæði þar sem sjóræningjar halda sig til. Talsmaður neyðarteymis belgísku stjórnarinnar hefur nú staðfest að skipinu hafi verið rænt af sjóræningjunum. Hann vildi ekki gefa upp frekari atriði málsins.

Talsmaðurinn sagði þó að búið væri að boða til neyðarfundar í Brussel vegna málsins.

Fyrsta neyðarboðið kom frá skipinu um klukkan hálf fimm í nótt og fylgdi annað í kjölfarið um hálftíma síðar.

Skipið sem um ræðir heitir Pompei og er 65 metra langt. Um borð voru tveir Belgar auk skipverja af ýmsum öðrum þjóðernum. Það er í eigu Jan de Nul félagsis og hefur aðstöðu fyrir 19 manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert