Kínverjar sækja stolið fé

Fjármálahverfi stórborgarinnar Shanghai.
Fjármálahverfi stórborgarinnar Shanghai.

End­ur­skoðend­ur kín­verskra stjórn­valda hafa end­ur­heimt sem svar­ar 515 millj­arða króna af fé sem stolið var af emb­ætt­is­mönn­um árið 2007. Málið þykir varpa ljósi á mikla spill­ingu í stjórn­kerf­inu.

Um 30 emb­ætt­is­menn hafa verið tekn­ir hönd­um, sak­sótt­ir og í sum­um til­vik­um dæmd­ir.

117 til viðbót­ar hef­ur einnig verið refsað með ein­hverj­um hætti.

Vax­andi ólga er vegna niður­sveifl­unn­ar í Kína, á sama tíma og Hu Jintao Kína­for­seti hef­ur ít­rekað viður­kennt að spill­ing sé ein mesta ógn­in við til­trú á valda­kerfi komm­ún­ista.

Þetta skýr­ir hvers vegna reglu­lega er greint frá hand­tök­um af þessu tagi í rík­is­fjöl­miðlum en slík­um frétt­um er ætlað að sýna að stjórn­in sitji ekki með hend­ur í skauti and­spæn­is þess­um vanda.

Í þessu sam­hengi má nefna að kín­verskt dreif­býl­is­fólk hef­ur margt farið illa út úr spill­ingu í héruðunum þar sem al­gengt er að bænd­ur séu hrakt­ir af landi sínu eft­ir að spillt­ir emb­ætt­is­menn hafa þegið fé fyr­ir land þeirra af óprúttn­um aðilum sem hyggja á námu­rekst­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka