Djúp kreppa í Finnlandi

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands.
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands. Reuters

Skuld­ir finnska þjóðarbús­ins munu aukast um­tals­vert og þjóðarfram­leiðslan að lík­ind­um drag­ast sam­an um 5 pró­sent á ár­inu, að því er Matti Van­han­en, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, ráðger­ir.

Van­han­en lét þessi orð falla í viðtali við Wall Street Journal þar sem hann boðaði jafn­framt að skorið yrði niður í út­gjöld­um til vel­ferðar­mála.

Útil­okaði hann ekki að sam­drátt­ur­inn í ár gæti orðið enn meiri.

Skuld­ir þjóðarbús­ins myndu aukast úr um 30 pró­sent af þjóðarfram­leiðslu í um 50 pró­sent, enda þyrfti ríkið að verja miklu fé til að örva hag­kerfið.

Nálg­ast skuld­irn­ar því það sem þær voru þegar hlut­fallið fór í 60 pró­sent á síðasta ára­tug.

Stór­fyr­ir­tækið Nokia hef­ur farið afar illa út úr niður­sveifl­unni en hagnaður á fyrsta árs­fjórðungi árs­ins í ár var 90 pró­sent minni en á sama tíma í fyrra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert