Eru viðbúnir skotárásum

Mikil sorg ríkti í þýska smábænum Winnenden eftir að skólapiltur …
Mikil sorg ríkti í þýska smábænum Winnenden eftir að skólapiltur skaut þar og drap 15 samnemendur og kennara í síðasta mánuði. Reuters

Danska lög­regl­an hef­ur gert áætl­un um hvernig bregðast skuli við skotárás­um í skól­um, á borð við þær sem í tvígang hafa orðið í Finn­landi og í banda­ríska Colomb­ine skól­an­um fyr­ir tíu árum.

Dan­ir horf­ast nú í augu við það að árás­ir þar sem skóla­nem­ar ráðast til at­lögu gegn sam­nem­end­um sín­um með skot­vopn­um verða ekki ein­göng­um í Banda­ríkj­un­um. Slík árás var gerð í Dan­mörku árið 1994 þegar 35 ára karl­kyns stúd­ent drap tvo og særði fjölda manns í skotárás í há­skól­an­um í Árós­um. Maður­inn framdi svo sjálfs­morð í fram­hald­inu. Ný­leg dæmi frá Finn­landi og Þýskalandi sanna að slíkt get­ur gerst aft­ur en í síðasta mánuði drap skóla­pilt­ur í Þýskalandi 15 nem­end­ur og kenn­ara í skól­an­um sín­um.

Dansk­ir lög­reglu­menn eiga því nú að sækja sér kennslu í því hvernig best er hægt að bregðast við skotárás­um sem þess­um, að því er fram kem­ur í frétt Berl­ingske tidende. Þjálf­un­in er liður í nýrri viðbragðsáætl­un Rík­is­spít­al­ans í Kaup­manna­höfn.

Ástæða þess að slík áætl­un hef­ur ekki verið til fyrr en nú er að sögn lög­reglu­v­arðstjór­ans Jør­gen Har­lev sú að hingað til hafi verið tald­ar tak­markaðar lík­ur á skóla­skotárás af þessu tagi. Hann vill þó ekki meta hætt­una á því að slíkt ger­ist í Dan­mörku. „Ég trúi því ekki að nokk­ur maður geti gefið full­nægj­andi svar við því. En ef maður hefði spurt Finn­ana um hið sama hefðu þeir varla séð fyr­ir harm­leik­ina sem þar urðu."

Sam­hliða áætl­un lög­reglu og spít­al­ans starfa tveir vinnu­hóp­ar í Mennta­málaráðuneyt­inu að því að búa til for­varna­áætl­un gegn skóla­skotárás­um. Þrátt fyr­ir að mik­il leynd hvíli yfir þess­ari áætl­un hef­ur Berl­ingske Tidende upp­lýs­ing­ar um að í henni verði mælt með ýms­um breyt­ing­um, sem m.a. eiga að tryggja að skól­arn­ir komi sér upp skýru viðvör­un­ar­ferli og upp­götvi frek­ar hugs­an­lega árás­ar­menn áður en þeir láti til skar­ar skríða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert