Fullyrt er að fjölkvæni meðal múslima í Danmörku sé mun algengara en þarlend stjórnvöld gera sér grein fyrir. Danska blaðið Jyllands-Posten hefur eftir heimildarmönnum úr röðum múslima að múslimaklerkar hafi í mörgum tilfellum framkvæmd hjónavígslur þótt maðurinn eigi konu eða konur fyrir.
Hvatt er til þess, að gripið verði til aðgerða vegna þess, að konur, sem búa í einskonar kvennabúrum, sæti kúgun. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum, að nauðsynlegt sé að danska samfélagið skeri upp herör gegn slíku.