Konur í skugga öfga

Frá mótmælum kvenna í Kabúl í Afganistan þann 15. apríl …
Frá mótmælum kvenna í Kabúl í Afganistan þann 15. apríl sl. Reuters

Ekki er langt síðan falli talibana­stjórn­ar­inn­ar í Af­gan­ist­an var fagnað víða um heim. Taliban­ar höfðu haldið Af­gön­um í greip­um ógn­ar og of­stæk­is, sem sér­stak­lega beind­ist gegn kon­um, en þeir misstu fljótt völd­in eft­ir að Geor­ge W. Bush, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, réðst inn í landið. Boðaðir voru tím­ar upp­bygg­ing­ar og lýðræðis. Nú skyldu kon­ur geta um frjálst höfuð strokið, gengið mennta­veg­inn og fengið langþráð frelsi.

Ekki er langt síðan við blasti að kona yrði á ný for­seti Pak­ist­ans. Sú sýn var úti þegar Benaz­ir Bhutto var myrt í til­ræði skömmu eft­ir að hún sneri aft­ur til Pak­ist­ans úr sjálf­skipaðri út­legð.

Nú eru taliban­ar í sókn í báðum þess­um lönd­um. Fyr­ir viku réðust fjór­ir taliban­ar á Sit­ara Achikzai, þýsk-af­ganska konu, sem bar­ist hef­ur fyr­ir rétt­ind­um kvenna í Af­gan­ist­an, fyr­ir utan heim­ili henn­ar í borg­inni Kanda­h­ar og myrtu hana. Iðulega er veist að stúlk­um, sem ganga í skóla, og eru mörg dæmi þess að sýru hafi verið skvett á skóla­stúlk­ur. Ný­lega und­ir­ritaði Hamid Karzai, for­seti Af­gan­ist­ans, lög sem aðeins taka til minni­hluta sjíta og leyfa í raun nauðgun í hjóna­bandi, kveða á um að gift­ar kon­ur þurfi leyfi eig­in­manna sinna til að vinna utan heim­il­is eða sækja skóla og banna kon­um að neita að „hafa sig til“ fari eig­in­menn þeirra fram á það. Sjít­ar eru um 20% Af­g­ana og sættu grimmi­leg­um of­sókn­um í valdatíð talib­ana.

„Hypjið ykk­ur, hór­urn­ar ykk­ar“

„Ef karl­maður vill kyn­mök get­um við ekki neitað,“ var haft eft­ir Fatimu Hus­seini, sem var meðal kvenn­anna í mót­mæla­göng­unni. „Það þýðir að kon­ur eru eins kon­ar eign, sem karl­ar geta notað eins og þeim sýn­ist.“

Á mánu­dag und­ir­ritaði Azif Ali Zar­dari, for­seti Pak­ist­ans og ekk­ill Bhutto, lög um inn­leiðingu íslamsks rétt­ar, sharía, í Swat-dal, sem er í héruðunum, sem liggja að landa­mær­um Af­gan­ist­ans. Und­ir­rit­un lag­anna var reynd­ar aðeins staðfest­ing á orðnum hlut. Því bar vitni mynd­skeið, sem barst til fjöl­miðla í byrj­un mánaðar og sýndi hvar ung stúlka á tán­ings­aldri var hýdd á al­manna­færi. Ekki er vitað fyr­ir víst hvað stúlk­an átti að hafa til saka unnið, en hermt er að hún hafi hafnað bón­orði víga­manns úr röðum talib­ana og hann hafi vænt hana um siðleysi. Á öðru mynd­skeiði, sem sýnt hef­ur verið í fjöl­miðlum, sést hvar maður er hýdd­ur op­in­ber­lega vegna sam­kyn­hneigðar.

Bók­stafstrú­ar­menn í Pak­ist­an fara fram í krafti ógn­ar, en þeir hafa einnig nýtt sér gjánna milli yfir og und­ir­stétta í land­inu til að ala á óein­ingu. Í Pak­ist­an hef­ur í raun ríkt léns­skipu­lag til sveita og nú hrekja taliban­ar burt þá sem ráðið hafa land­inu, iðulega í krafti spill­ing­ar, og veifa góss­inu sem eft­ir verður fram­an í bænd­ur um leið og þeir gera þá að liðsmönn­um sín­um. Frétta­skýrend­ur telja að þessi aðferð gæti jafn­vel orðið til þess að valda­stétt lands­ins verði sópað burt.

Banda­ríkja­menn hafa gagn­rýnt laga­setn­ing­una í Pak­ist­an og segja að hún verði vatn á myllu talib­ana og hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda, sem hafa átt griðastað í norðvest­ur­héruðum Pak­ist­ans. Verði sókn­inni á hend­ur tali­bön­um í Pak­ist­an hætt muni þeir fá næði til að veita tali­bön­um í Af­gan­ist­an liðsinni ein­mitt þegar Barack Obama Banda­ríkja­for­seti hyggst senda 17 þúsund manna liðsauka þangað til að efla sókn­ina gegn þeim.

Meira að segja er hermt að taliban­ar í Af­gan­ist­an hafi sent samn­inga­menn til Pak­ist­ans ekki alls fyr­ir löngu til þess að fal­ast eft­ir stuðningi þeirra og aðstoð í bar­átt­unni gegn stjórn lands­ins og herliðinu, sem er í Af­gan­ist­an und­ir merkj­um Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Obama ætl­ar hins veg­ar ekki aðeins að beita valdi í Af­gan­ist­an, held­ur hyggst einnig freista þess að ná til hóf­samra talib­ana og reyna að kljúfa þá frá harðlínu­mönn­um, sem styðja al-Qa­eda. Spurn­ing­in er hins veg­ar hvort Banda­ríkja­menn eru þar með til­bún­ir að kyngja því réttar­fari, sem taliban­ar vilja koma á.

Sú niðurstaða væri ekki bein­lín­is í anda þeirra mark­miða, sem lýst var yfir þegar ráðist var inn í Af­gan­ist­an og stjórn talib­ana steypt af stóli.

Íslamsk­ur rétt­ur

Önd­vert við vest­ræna laga­hefð snýst sharia ekki aðeins um sam­skipti rík­is­ins við borg­ar­ana og sam­skipti manna í mill­um held­ur einnig siðferði ein­stak­lings­ins og breytni.

Sharia bygg­ist á guðleg­um vilja, sem komið var á fram­færi við spá­mann­inn Múhameð. Eft­ir and­lát hans 632 rofnuðu sam­skipt­in við al­mættið og lög­in hafa síðan þá verið óum­breyt­an­leg, sem skap­ar vanda­mál eft­ir því sem sam­fé­lög breyt­ast og þró­ast. Í Tyrklandi sáu menn árið 1926 ekki ann­an kost en að snúa baki við sharia, en í öðrum mús­límaríkj­um hef­ur verið reynt að miðla mál­um og koma til móts við kröf­ur sam­tím­ans án þess að það stríði gegn grund­vall­ar­regl­um sharia.

Nán­ar er hægt að lesa um mót­mæli kvenn­anna og viðbrögð við þeim í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðisns. Þar er jafn­framt að finna frek­ari upp­lýs­ing­ar um talib­ana og yf­ir­ráðasvæði þeirra.

Mynd­skeið þar sem sést er stúlk­an var hýdd fyrr í mánuðinum

Reu­ters
Reu­ters
Reu­ters
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert