Hawking alvarlega veikur

Stephen Hawking er nánast alveg lamaður.
Stephen Hawking er nánast alveg lamaður. Reuters

Breski vísindamaðurinn Stephen Hawking liggur alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Cambridge í Bretlandi.  Að sögn talsmanns Cambridgeháskóla hefur Hawking,  sem er 67 ára og þjáist af hrörnunarsjúkdómi, verið veikur í hálfan mánuð.

Hawking hefur starfað við stærðfræði- og eðlisfræðideild Cambridge háskóla í rúma þrjá áratugi. Hann er þekktasti stjarneðlisfræðingur heims og bók hans, Saga tímans, hefur verið metsölubók um allan heim.

Hawking hefur verið bundinn við hjólastól meirihluta ævi sinnar og tjáir sig með hjálp talgervils.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ingibjörg Axelma Axelsdóttir: Ehm..
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert