Hótel sem slær öllu við

Salarkynnin eru glæsileg.
Salarkynnin eru glæsileg.

Sjónvörp sem kosta 8,5 milljónir króna, brýr hannaðar eftir teikningum Leonardo da Vinci, tannlausir hákarlar og lúxusréttir framreiddir af Michelin-kokkum er á meðal sjálfsagðrar þjónustu eins mesta glæsihótels sem opnað hefur verið í heiminum. Svíturnar kosta aðeins um 2,5 milljónir króna nóttin.

Fyrir það verð eru herbergin útbúin flygil sem grípa má til þegar stemningin magnast og að sjálfsögðu er einkasundlaug við hendina til að kæla gesti í tyrknesku hitunum.

Hér er að sjálfsögðu átt við Mardan Palace hótelið í Antalya í Tyrklandi en þar eru fyrir fyrsta hótelið sem snýst um sjálft sig og hið rómaða Adam og Evra, sem fullyrt er að sé „kynþokkafyllsta“ hótel heims. Steinsnar frá er svo að finna Kremlin Palace, en það er nákvæm eftirlíking aðseturs rússnesku stjórnarinnar.

Vart þarf að taka fram að fjarstýring er fyrir salernin, enda hugsað fyrir hverju smáatriði í hóteli sem kostaði ríflega 190 milljarða króna í byggingu.

Byggingarefnin eru valin af kostgæfni.

Þannig fóru 10.000 fermetrar af blaðgulli, 500.000 kristallar og 23.000 fermetrar af ítölskum marmara í bygginguna sem ætlað er að veita gestum ógleymanlega upplifun.

Sóttu verktakarnir 9.000 tonn af egypskum sandi til að tryggja að vel færi um gesti á manngerðri ströndinni.

Gestir geta kælt sig í fimm ekru sundlaug eða slappað af á gondóla (ferðin tekur hálftíma).

Eigandinn, rússneski auðjöfurinn Telman Ismailov, er lífsnautnamaður mikill en hann hafði reglulega farið í frí í Antalya á gullsleginni einkaþotu sinni þegar bryti hans fékk hugmyndina að glæsihótelinu sem nú hefur risið.

Gott þykir að láta líða úr sér á nuddherbergjum og ekki spillir fyrir að verðið er hlægilegt, aðeins rétt rúmlega 285.000 krónur fyrir klukkutímann.

Vart þarf að taka fram að kampavínsbar er við hendina.

Hvergi er til sparað í íburðinum.
Hvergi er til sparað í íburðinum.
Boðið er upp á glæsilega laugaraðstöðu.
Boðið er upp á glæsilega laugaraðstöðu.
Herbergin eru smekklega innréttuð.
Herbergin eru smekklega innréttuð.
Fá, ef nokkur hótel, eru glæsilegri en Mardan Palace.
Fá, ef nokkur hótel, eru glæsilegri en Mardan Palace.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert