Kynlífshneyksli í uppsiglingu

Vændiskonan segir mennina hafa tekið þátt í leikjum þar sem …
Vændiskonan segir mennina hafa tekið þátt í leikjum þar sem kvalalosti og sjálfspíslarhvöt hafi farið saman.

Bresku slúðurblöðin bíða þess nú í ofvæni hvaða fjóra íhaldsmenn vændiskonan Natalie Rowe nefnir í væntanlegri ævisögu sinni. Samkvæmt götublaðinu The Daily Mirror er að vænta ítarlegra lýsinga af kynlífsathöfnum þar sem kvalalosti og sjálfspíslarhvöt fara saman.

Fullyrt er að tveir viðskiptavina hennar séu í hópi nánustu ráðgjafa Davids Camerons, leiðtoga Íhaldsflokksins og líklegs forsætisráðherra eftir næstu kosningar, en hinir tveir fyrrverandi ráðherrar flokksins.

Blaðið segir flokkinn nötra undan væntanlegum lýsingum Rowe, sem fær milljón pund í fyrirframgreiðslu fyrir bókina.

Rowe hefur fram að þessu fyrst og fremst verið þekkt fyrir samband sitt við George Osborne, fjármálaráðherra í skuggaráðuneyti íhaldsmanna, í svokölluðu „Smeargate“ máli.

Fullyrðir hún að þau Osborne hafi farið ítrekað farið út á lífið og notað kókaín til að magna gleðina í samkvæmum með efnafólki.

Hún segir það mál aðeins toppinn á ísjakanum.

„Það er kominn tími til að segja sannleikinn um nokkra af mönnunum sem gætu á endanum stjórnað landinu. Menn sem hafa legið á fjórum fótum fyrir framan mig, grátandi eins og börn eftir að hafa innbyrt mikið magn eiturlyfja, á meðan ég slæ þá með svipunni,“ er haft eftir Rowe og ekki að undra að það skuli fara um breska íhaldsmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka