Sendiherra Ísraela í Sviss kallaður heim

Ahmadinejad Íransforseti við komu hans til Sviss í morgun
Ahmadinejad Íransforseti við komu hans til Sviss í morgun Reuters

Ísraelar hafa kallað sendiherra sinn í Sviss heim til ráðagerða í kjölfar þess að Hans-Rudolf Merz forseti landsins átti fund Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta í morgun.

„Hér er ekki um slit stjórnmálasambands að ræða heldur eru Ísraelar að koma á framfæri óánægju sinni með veika afstöðu Svisslendinga til Íran,” segir  ónefndur ísraelskur embættismaður. 

Ahmadinejad situr nú Durban II ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma í Genf og mun hann ávarpa ráðstefnuna síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert