Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir erfiðleika við að meta verðlitlar eignir bankanna eiga þátt í hversu treglega gengur að koma útlánum þeirra í gang á ný.
Geithner fullvissaði jafnframt bandaríska þingmenn um að ráðuneyti ætti enn eftir 135 milljarða dala frá viðreisnaráætluninni og þyrfti því ekki leita á náðir þingsins um viðbótar fjármagn.