Leiðtogum Miðausturlanda boðið í Hvíta húsið

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Bandarískir embættismenn segja, að leiðtogum Ísraels, Egyptalands og heimastjórnar Palestínumanna hafi verið boðið til Bandaríkjanna í byrjun júní til viðræðna um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur heitið því að beita sér fyrir lausn deilnanna á svæðinu. Hefur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Hosni Mubarak, forseta Egyptalands og Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna, verið boðið til viðræðna við Obama. Gert er ráð fyrir að leiðtogarnir komi hver í sínu lagi.

Robert Gibbs, talsmaður Obama, sagði að heimsóknirnar yrðu væntanlega áður en forsetinn heldur til Frakklands 6. júní.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert