Fjármálastjóri Freddie Mac svipti sig lífi

David Kellermann.
David Kellermann.

David B. Kellermann, starfandi fjármálastjóri bandaríska fasteignalánasjóðsins Freddie Mac, fannst látinn á heimili sínu í Virginíu í morgun. hafði Kellermann svipt sig lífi.

Kellermann, sem var 41 árs, hafði starfað sem fjármálastjóri Freddie Mac frá því í september eftir að bandarísk stjórnvöld tóku sjóðinn yfir og ráku æðstu stjórnendur hans vegna gríðarlegs taps, sem var á rekstrinum á síðasta ári.

Fram kemur á fréttavef New York Times, að Kellermann hafði á síðustu vikum fengið 800 þúsund dali í bónus en bónusgreiðslur, sem stjórnendur Freddie Mac og Fannie Mae, annars fasteignalánasjóðs sem bandarísk stjórnvöld yfirtóku einnig, hafa valdið miklum deilum í Bandaríkjunum að undanförnu.

Forstjóri Freddie Mac, David M. Moffett, sagði af sér í mars eftir að hafa lent í deilum við skiptaráðanda félagsins. 

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert