Fjármálastjóri Freddie Mac svipti sig lífi

David Kellermann.
David Kellermann.

Dav­id B. Kell­er­mann, starf­andi fjár­mála­stjóri banda­ríska fast­eignalána­sjóðsins Freddie Mac, fannst lát­inn á heim­ili sínu í Virg­in­íu í morg­un. hafði Kell­er­mann svipt sig lífi.

Kell­er­mann, sem var 41 árs, hafði starfað sem fjár­mála­stjóri Freddie Mac frá því í sept­em­ber eft­ir að banda­rísk stjórn­völd tóku sjóðinn yfir og ráku æðstu stjórn­end­ur hans vegna gríðarlegs taps, sem var á rekstr­in­um á síðasta ári.

Fram kem­ur á frétta­vef New York Times, að Kell­er­mann hafði á síðustu vik­um fengið 800 þúsund dali í bón­us en bón­us­greiðslur, sem stjórn­end­ur Freddie Mac og Fannie Mae, ann­ars fast­eignalána­sjóðs sem banda­rísk stjórn­völd yf­ir­tóku einnig, hafa valdið mikl­um deil­um í Banda­ríkj­un­um að und­an­förnu.

For­stjóri Freddie Mac, Dav­id M. Mof­fett, sagði af sér í mars eft­ir að hafa lent í deil­um við skiptaráðanda fé­lags­ins. 

Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert