Leiðtogar Tígranna gefast upp

Flóttamenn flýja átökin í síðasta vígi tamílsku Tígranna á Sri …
Flóttamenn flýja átökin í síðasta vígi tamílsku Tígranna á Sri Lanka Reuters

Tveir háttsettir liðsmenn tamílsku Tígranna hafa gefist upp og gefið sig á vald stjórnarher landsins eftir harða bardaga í síðasta vígi Tígranna í norðurhluta landsins undanfarna daga.

Annar mannanna er Velayudam Dayanidi, einnig þekktur undir nafninu Daya Master, er hann hefur verið einn helsti talsmaður Tígranna. Hinn var náinn samstarfsmaður S.P. Thamilselvan, fyrrum leiðtoga stjórnmálaarms samtakanna. Enn er hins vegar talið að Vellupillai Prabhakaran, leiðtogi samtakanna, sé á svæðinu.

Særðir flóttamenn frá Vanni á Sri Lanka
Særðir flóttamenn frá Vanni á Sri Lanka Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert