Tveir háttsettir liðsmenn tamílsku Tígranna hafa gefist upp og gefið sig á vald stjórnarher landsins eftir harða bardaga í síðasta vígi Tígranna í norðurhluta landsins undanfarna daga.
Stjórnarher landsins braust inn fyrir varnargarð Tígranna sem lokaði tanga, sem þeir höfðu á sínu valdi, um helgina og síðan hafa harðir bardagar geisað á tanganum. Forsvarsmenn tígranna lýstu því hins vegar yfir í gær að þeir myndu berjast til síðasta manns.Annar mannanna er Velayudam Dayanidi, einnig þekktur undir nafninu Daya Master, er hann hefur verið einn helsti talsmaður Tígranna. Hinn var náinn samstarfsmaður S.P. Thamilselvan, fyrrum leiðtoga stjórnmálaarms samtakanna. Enn er hins vegar talið að Vellupillai Prabhakaran, leiðtogi samtakanna, sé á svæðinu.
Talsmaður stjórnarhersins segir nú 80.000 manns hafa flúið frá svæðinu en yfirvöld á Sri Lanka segja fólkinu hafa verið haldið þar nauðugu. Ekki hefur verið hægt að komast til og frá tanganum nema sjóleiðis vegna vígis Tígranna.