Maóistar sleppa gíslum á Indlandi

Maóistar sem náðu farþegalest með nokkur hundruð farþegum innanborðs á sitt vald í Jharkhand-ríki á Indlandi í morgun hafa sleppt gíslum sínum. Allt að 250 manns eru sagður hafa ráðist á lestina en talsmaður Maóista segir aldrei hafa staðið til að skaða farþega hennar eða halda þeim til lengri tíma. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Maóistar hafa hvatt til allsherjarverkfalls í dag í mótmælaskyni við dauða fimm manna sem féllu fyrir byssukúlum öryggissveitarmanna. 

Lestin var á leið á milli Barkakanta og Mughalsarai þegar hópur vopnaðra manna náði henni á sitt vald við Barwadih í hinu afskekkta Palamau-héraði snemma í morgun. Lestarteinar voru hins vegar sprengdir upp í  nágrenni Untari og skólinn í Chatra. 

Yfirvöld í ríkinu segja að mennirnir fimm sem skotnir voru hafi verið Maóistar og að þeir hafi fallið í skotbardaga eftir árás Maóista á öryggissveitir á Lateha-svæðinu en tveir öryggissveitarmenn létu lífið í árásinni.

Maóistar eru virkir í 18 af 22 héruðum Jharkhand og í 182 héruðum á Indlandi öllu, aðallega í Jharkhand, Bihar, Andhra Pradesh, Chhattisgarh, Madhya Pradesh, Maharashtra og Vestur-Bengal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert