Maður var skotinn í magann á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Skotið var á manninn úr bíl sem keyrði framhjá, en fórnarlambið var að sögn vitna á göngu með barnavagn. Hleypt var af sjö til tíu skotum.
Nokkurt uppþot átti sér stað í kjölfarið í nágrenninu og hrópuðu íbúar í nærliggjandi húsum að lögregluliði sem kallað hafði verið út í kjölfar skotárásarinnar. Lögreglan vinnur nú að því að koma ró á fólkið. Þetta kemur fram á vef Politiken.
Nokkrir hafa þegar verið handteknir.