Skildu börnin eftir á pítsustað

Lögregla leitar nú að ungu þýsku pari eftir að það skildi þrjú börn konunnar eftir á pítsustað á Ítalíu. Bíll fjölskyldunnar fannst skömmu síðar yfirgefinn í nágrenninu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Fólkið, sem er 24 og 26 ára, sagði starfsfólki stðarins að það ætlaði að fara út að reykja en snéri ekki til baka til að sækja börnin sem eru sex ára, tveggja ára og sex mánaða.

„Tvö eldri börnin skilja ekki neitt í neinu,” segir Carmelo Casella, eigandi staðarins. „Þau halda að móðir þeirra hefði farið á klósettið og ekki ratað til baka.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka