Yfir fjórar milljónir Spánverja eru án atvinnu og mældist atvinnuleysi þar í landi 17,36% á fyrsta ársfjórðungi. Á fjórða ársfjórðungi mældist það 13,91%. Hvergi í ríkjum Evrópusambandsins er jafn mikið atvinnuleysi og á Spáni. Að meðaltali mældist atvinnuleysi 7,9% í ríkjum ESB í febrúar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn mikið á Spáni frá því á fjórða ársfjórðungi 1998 er það var 17,99%. Það er mesta atvinnuleysi þar í landi frá því mælingar hófust árið 1976.
Er þetta mun meira atvinnuleysi heldur en stjórnvöld á Spáni spáðu í byrjun árs en spá þeirra hljóðaði upp á 15,9% í ár. Seðlabanki Spánar spáði því fyrr í mánuðinum að atvinnuleysi yrði að meðaltali 17,1% í ár og 19,4% árið 2010.