Yfirmaður leyniþjónustu Rússa rekinn

Korabelnikov hefur stjórnað GRU leyniþjónustu Rússlands í 12 ár.
Korabelnikov hefur stjórnað GRU leyniþjónustu Rússlands í 12 ár. AFP

Forseti Rússlands, Dmitry Medvedev hefur rekið frá störfum yfirmann leyniþjónustu hersins, GRU, samkvæmt fréttatilkynningu frá Kremlin. Leyniþjónusta hersins er stærsta og öflugasta leyniþjónusta Rússlands, með sex sinnum fleiri fulltrúa á sínum snærum í útlöndum en utanríkisleyniþjónustan SVR, sem tók við af KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna á tímum Kalda stríðsins.

Hershöfðinginn Valentin Korabelnikov var yfirmaður GRU leyniþjónustunnar frá árinu 1997. Sagt er að hann hafi íhugað að segja af sér fyrr á árinu þar sem hann var mótfallinn tillögum að breytingum á starfsemi leyniþjónustunnar. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki gefið skýringu fyrir því hvers vegna Korabelnikov hefur nú verið sagt upp, en í hans stað hefur verið skipaður hershöfðinginn Alexander Shlyakhturov.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert